Það hlýnar í Alaska
Posted on 17/10/2014 in Blogg Haraldar

Barrow er í norður hluta Alaska. Þetta er nyrsta borg Bandaríkjanna, með um 4500 íbúa. Undanfarin 34 ár hefur meðal október hiti í Barrow hækkað um 7,2°C. En á sama tíma hefur meðal árshitinn í Barrow hækkað aðeins um 2,7°C. Myndin sýnir meðal árshita í Barrow frá árinu 1900. Hvers vegna er október í Alaska svo heitur? Nóvember hefur einnig hækkað um 6°C. Vísindamenn telja að hlýnunin í október sé tengd því að hafís hefur dregist mjög saman undan ströndum Alaska. Vindurinn sem blæs yfir hafið á haustin og inn yfir Barrow tekur nú í sig hita úr hafinu, þar sem áður var fyrir aðeins kaldur ís. Hið sama er nú að gerast umhverfis Grænland.