Nýlega eignaðist Eldfjallasafn þessa mynd af Heklugosinu 1947 eftir Jóhannes S. Frímannsson (1919-1997). Hann var þekktur frístundamálari eða alþýðumálari á tuttugustu öldinni og málaði mikinn fjölda landslagsmynda, sem ef til vill mætti kalla kitsch. Hann minnir mig því á Eyjólf Eyfells, sem einnig málaði þetta Heklugos.
Það munaði litlu að eitt verk Jóhannesar Frímannsonar væri selt sem verk sjálfs meistarans Jóhannesar S. Kjarval. Árið 2001 var Íslenskt olíumálverk á uppboði á eBay og talið vera eftir Jóhannes S. Kjarval. Innan skamms var tilboð í myndina komin upp í $9,100. En þá stigu sérfræðingar fram á völlinn og skáru úr um að verkið væri eftir Jóhannes S. Frímannsson. Sennilega er þessi Heklumynd máluð við Rangá, en hrossin hafa greinilega engan áhuga á gosinu.
New Art at Volcano Museum
Posted on 31/10/2014 in Blogg Haraldar