Hverjum var það að kenna að þessar fornminjar glatast?

Hverjum var það að kenna að þessar fornminjar glatast?

Í dag lesum við í Fréttablaðinu um að fornminjar hafi glatast við Gufuskála á utanverðu Snæfellsnesi vegna ágangs sjávar. Það er dapurt að frétta af þessum skaða, en er ekki rétt að kanna málið frekar?  Uppgröftur á þessu svæði hefur afhjúpað fornminjar, sem síðan voru skildar eftir óvarnar. Ef aldrei hefði verið ráðist í þessar aðgerðir þá hefðu þessar minjar varðveist í jörðu. Jörðin geymir best. Það er algjörlega á ábygð fornleifafræðinganna að þessar minjar spilltust og fóru í hafið. Ég fór um þetta svæði í haust og furðaði mig á hvernig rústirnar voru skildar eftir, auðar og óvarnar. Skammist ykkar!