Alþingishús er enn merkt Dönum

Alþingishús er enn merkt Dönum

althingishu_769_sNú berst sú frétt að ríkisstjórn hyggist láta byggja við Alþingishús Íslendinga. Það verður þá sjálfsagt einhver glerálma, sem er jafn ósmekkleg og út úr stíl hússins, eins og álman sem var byggð fyrir nokkrum árum.  En skyldu þingmenn nokkurn tíma lyfta höfði þegar þeir ganga inn í húsið og líta á kórónu Kristjáns 9 danakonungs, sem trjónar efst á húsinu? Hvernig má það vera að Íslendingar láti við lýðast í öll þessi ár að æðsta stofnun þjóðarinnar sé merkt svo kyrfilega með merki nýlendukúgarans? Maður hefði nú haldið að einhverjir duglegir piltar hefðu klifið hér upp á þak í Búsáhldabyltingunni og fjarlægt skömmina, en svo fór ekki. Væri ekki best að minnast aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018 með því að fjarlægja þessa skömm?