Látið hausana rúlla

Látið hausana rúlla

Hvenær hefur Íslenskur embættismaður verið haldinn ábyrgur varðandi mistök í starfi? Ég þekki ekkert dæmi um slíkt. Jafnvel í Bandaríkjunum láta þeir hausana rúlla ef opinber starfsmaður bregst skyldu sinni. Nýtt dæmi er nú, þegar Michele Leonhart, forstöðumaður DEA, ríkisstofnunar sem reynir að hafa hömlur á eiturlyfjum, var rekin úr starfi í Washington DC. Hennar sök var sú að nokkrir starfsmenn hennar höfðu leyft sér að taka þátt í kynsvalli í Kólombíu í Suður Ameríku með eiturlyfjasölum. Frú Leonhart var víðs fjarri og ekki í partíinu, en hún var ábyrg og axlaði sína sök.