Hin hliðin á Snæfellsjökli

Hin hliðin á Snæfellsjökli

snaefellsjo_776_kull2015_copyVið horfum á Snæfellsjökul oftast úr austri eða suðri og þá eru Jökulþúfurnar á toppnum áberandi. Í gær gafst mér tækifæri til að skoða Jökulinn að vestan og norðvestan verðu ásamt Ragnari Axelssyni ljósmyndara, en þá blasir við nokkuð önnur sýn, eins og myndin hans Ragnars sýnir. Þá erum við nefnilega komnir niður í aðalgíg eldfjallsins, sem er um 1.5 km í þvermál. Austurbrún gígsins er mikill hamar, og rísa þúfurnar þrjár upp fyrir ofan hamarinn. Það er enn óvenju snjóþungt hér eins og víðast á hálendi Íslands, en samt grillir í hraunlög í klettabrúninni, í gegnum hrímið. Vonandi gefst okkur tækifæri í haust að kanna þetta svæði frekar, þegar bráðnun nær hámarki og meira af berginu kemur í ljós.